Einkamál.is gerir sitt besta til að aðstoða notendur við að fá sem mest út úr vefnum.
Þú getur skoðað helstu spurningarnar sem koma upp hjá notendum hér að neðan, eða
sent okkur fyrirspurn í gegnum vefinn. Helstu spurningar sem komið hafa upp hjá
notendum eru birtar hér að neðan, ásamt svörum.
Spurningar og svör
- 1. Hvernig set ég inn auglýsingu?
-
Það er einfalt. Þú smellir á "Skráðu þig núna" hér að ofan og fylgir leiðbeiningunum
sem fara á eftir. Auglýsingin birtist á einkamál.is um leið og þú ert búin(n) að staðfesta
skráninguna.
- 2. Hvernig svara ég auglýsingu?
-
Til að geta svarað auglýsingu þarftu að vera skráður notandi. Ef þú ert það ekki, þarftu
að smella á "Skráðu þig núna" hér að ofan og fylgja leiðbeiningunum sem fara á eftir.
- 3. Get ég tekið út auglýsinguna mína?
-
Til þess að gera auglýsingu þína óvirka á Einkamál.is velur þú "Stillingar" sem er í
efra hægra horni síðunnar. Því næst velur þú "Reikningurinn". Þar velur þú svo "Gera
mig óvirkan" og smellir þar á "Ok" hnappinn. Um leið færðu sendan tölvupóst með
tengli sem þú getur smellt á til að gera aðganginn þinn virkan aftur.
- 4. Hvernig er stefna einkamal.is varðandi nafnleynd, trúnað o.s.frv.?
-
Notendur njóta eins mikillar nafnleyndar og þeir vilja, en þurfa að skrá a.m.k. eitt
löglegt netfang fyrir aðgangi sínum, sem er eingöngu notað af kerfinu sjálfu við að
staðfesta aðgang, senda tilkynningar sem notandi hefur beðið um o.s.frv. Margir nota
annað netfang en aðalnetfangið til að gæta fullrar nafnleyndar, slíkt ókeypis netfang
fæst t.d. hjá Vísir.is. Netfangið er aldrei gefið þriðja aðila.
Starfsmenn Einkamál.is skuldbinda sig skv. notkunarskilmálum til að lesa engin
skilaboð nema upplýst og skriflegt samþykki viðtakanda liggi fyrir. Birting þessa liðar
í skilmálunum er loforð í lagalegum skilningi, og komist upp misnotkun starfsmanna
geta notendur og aðrir höfðað mál fyrir dómstólum gegn viðkomandi.
- 5. Get ég beðið starfsmenn einkamal.is um að loka á notendur sem eru með óþarfa
áreiti?
-
Þú getur smellt á 'Tilkynna um misnotkun' neðst í öllum auglýsingum.
Einnig getur þú sent okkur póst á
info@einkamal.is og munum við þá skoða málið og grípa til viðeigandi ráðstafana
ef kvörtunin á við rök að styðjast.
- 6. Hvað ef notendur auglýsa eftir einhverju ólöglegu?
-
Notendur bera að sjálfsögðu ábyrgð á því sem þeir setja inn. Hægt er að rekja slóðir
þeirra sem stunda ólöglegt athæfi þótt það þurfi að hafa töluvert fyrir því. Þótt
Einkamál.is beri enga ábyrgð á auglýsingum notenda áskilja starfsmenn sér rétt til að
taka út þær auglýsingar sem brjóta í bága við lög.
- 7. Af hverju get ég ekki skráð nýjan notanda á gamla netfangið mitt?
-
Einkamál.is geymir öll gögn um notkun af öryggisástæðum. Ef þú hefur skráð
netfangið þitt einu sinni geturðu eingöngu notað vefinn á nafni þess notanda sem þú
skráðir þá. Starfsfólk Einkamál.is getur aðstoðað þig við að finna gamla lykilorðið og/
eða við að opna á aðganginn aftur.
- 9. Hvað kostar áskrift og hvernig skrái ég mig í áskrift?
-
Áskrift að Einkamál.is kostar frá 799 kr. á viku eftir því hvaða áskriftarleið er valin,
sjá verðskrá hér að neðan. Einnig er hægt að velja lengri áskriftartímabil. ATH.
Áskriftin endurnýjast sjálfkrafa þangað til að henni er sagt upp.
- Smelltu á 'Senda skilaboð' hnappinn í þeirri auglýsingu sem vekur áhuga þinn.
Ef þú getur sent skilaboð þá ert þú nú þegar áskrifandi, ef ekki heldur þú áfram
í lið 2.
- Upp á skjáinn koma tvær myndir þar sem þú velur hvort þú vilt greiða fyrir áskrift
með GSM símanum þínum eða með kredit korti. Veldu annað hvort.
- Veldu áskriftarleið. vikuáskrift, mánaðaráskrift, 6 mánaða áskrift eða árs áskrift.
- Skráðu inn það GSM símanúmer eða kortanúmer sem þú vilt nota. Ef þú kýst að greiða
með GSM þarft þú einnig að skrá inn staðfestingarkóðann sem er sendur með SMS í
símann þinn.
- Ef að rukkun tókst ættir þú nú að geta nýtt þér þjónustu Einkamál.is
- Konur fá frían aðgang í kynningarskyni, ástæðan er sú að konur eru í minnihluta
á síðunni og viljum við reyna að auka hlutfall þeirra.
Verðskrá:
Leið |
Verð |
Vika |
990 kr. |
Mán |
1.990 kr. |
6.mán |
8.490 kr. |
12.mán |
13.990 kr. |
Gildir frá 1.júní 2023
- 10. Hvernig segi ég upp áskrift minni að Einkamál.is
-
Til þess að segja upp áskrift þinni á einkamál.is þarftu að fylgja þessum leiðbeiningum:
- Skráðu þig inná Einkamál.is undir því notendanafni sem að þú vilt skrá úr áskrift.
- Þegar þú ert komin/nn inná Einkamál.is velur þú hnappinn ´Stillingar´ sem er í
efra hægra horni síðunnar.
- Veldu næst hnappinn "Reikningurinn"
- Smelltu á neðsta hnappinn "Gera mig óvirkan"
- Upp kemur gluggi sem spyr þig hvort að þú sért viss um að þú viljir segja upp áskriftinni.
Með því að smella á 'ok' þá ertu búinn að segja upp áskriftinni þinni.
- 11. Hvernig breyti ég notendanafninu mínu?
-
Því miður er ekki hægt að breyta notendanafninu.
Fyrirspurnir
Ef þú hefur spurningu sem var ekki svarað hér að ofan, eða hugmyndir um hvernig
hægt er að bæta þjónustuna, geturðu sent þær á
info@einkamal.is.
Spurningum sem sendar eru á skrifstofutíma er yfirleitt svarað samdægurs.